13.3.2007 | 13:44
Mannlíf og Þjóðlíf, right
Ég hef undanfarna daga séð að minnsta kosti tvo meiriháttar fjölmiðlaspekúlanta slá um sig með því að líkja nýja Mannlífi við gamla Þjóðlíf. [1|2]
Og kannski ekkert nema gott um það að segja. En eftir að maður sér þennan samanburð hjá Sigurjóni hverfur ljóminn af líkingunni svolítið; hún verður jafnvel pínleg eða í það minnsta heimóttarleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú minnir mig, og mér gæti auðveldlega skjátlast, að til hafi verið tímaritið LÍF sem var þá annaðhvort undanfari Mannlífs eða Nýs Lífs, ef ekki beggja. Það tímaritanafn var kært úr umferð af LIFE Magazine á ofanverðum níunda áratungum og úr varð að nafninu var breytt (yfir í Mannlíf?). Maður spyr sig hvort TIME sjái ekkert athugavert við þetta nýtilkomna uppátæki Mannlífs, en þess má til gamans geta að TIME og LIFE eru stofnuð af sama manninum; Henry Luce.
Ég er hinsvegar að byggja þetta eingöngu á minni, endilega leiðréttið mig....
Jón Trausti Sigurðarson, 13.3.2007 kl. 22:32
Þetta er amk frá því fyrir mína tíð. En það hefur iðulega verið eitthvað um að íslenskir útgefendur reyni að nappa konseptum að utan með þessum hætti, sbr. til dæmis Séð og heyrt.
Svansson, 14.3.2007 kl. 11:35
Þetta er rétt munað. Tímaritið Líf þurfti að víkja eftir málshöfðun Life Magazine. Ég er nánast öruggur um að nafninu hafi þá verið breytt í Nýtt Líf.
Um svipað leyti þurfti barnablaðið ABC að breyta nafni sínu tímabundið í ABCD vegna málshöfðunar heildsölu hér í bæ sem bar heitið ABC.
Menn voru afar ósáttir við niðurstöðuna í Líf/Life málinu og bentu á að það yrði flótt að leysast upp í vitleysu ef leggja ætti að jöfnu íslensk orð og erlend vörumerki. Þannig var gefið út tímaritið Fólk sem kallaðist á við People.
Það var eitthvað rætt um það á sínum tíma hvort Time-lúkkið á Þjóðlífi væri brot á einhverjum höfundarétti, en það varð ekkert mál úr því. Reyndar er eins og mig minni að á þessum árum hafi Der Spiegel verið með eiginlega sama lúkk. Getur það staðist?
Stefán (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.