Leita í fréttum mbl.is

Hermennska á Íslandi til 1550 eða þarumbil.

Maðurinn sem hefur viðbjóð á Amnesty heldur áfram að fara á kostum. Núna staðhæfir hann að allir íslenskir fullvaxnir karlmenn hafi verið hermenn í hlutastarfi fram á miðja 16. öld. ...

Jújú - vissulega er það rétt að um það leyti bannaði danakóngur almennan vopnaburð, en þetta samhengi er nýtt fyrir mér.

Um daginn sat ég og spjallaði á kaffi Vín og sá þar únglíng sem tók upp veiðihníf með sýndist mér 15 sentimetra blaði til að sýna vinkonu sinni með svarta hárið, goth sminkið og tungulokkinn. Þetta var svona sæmilega eftirminnilegt, en það er fyrst núna sem ég átta mig á því að líklega var þetta hermaður í hlutastarfi, úr því hann gengur um vopnaður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband