Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Laun fyrir skattheimtuna

Ég er skattheimtumaður og það kostar mig nokkra vinnu og fyrirhöfn og útréttingar, án þess ég fái krónu fyrir.

Nánar tiltekið, þá er ég með VSK númer. Þarf að standa skil á því, halda öllu til haga, reikna út, og etv að borga endurskoðanda fyrir ráðgjöfina. Stofna bankareikning, skrifa út pappíra, reikna rétt og týna engu. Læra á kerfið, jafnvel af mistökunum og fá nýtt eyðublað í hvert skipti. Þetta er aldrei eins frá ári til árs og nú síðast er búið að flytja VSK skrifstofuna upp 4. hæð og þó er hún enn kirfilega merkt á 1. hæð á skiltum og í lyftu Tollstjórahússins (en einhverra hluta vegna eru ég og hinir VSK skattheimtumennirnir sendir í tollstjórahúsið, upp á 5. hæð, til að skila þessu).

Svo að ofan á annað er maður líka látinn villast í lyftunum. Er nema von að einhverjir freistist til að svíkja, eða gera sem mest svart.

En eins og maður segir, ég sé um innheimtuna fyrir ríkið og fæ ekkert fyrir nema bankavextina og nú verða þeir minnkaðir fyrst það á að setja mig á tveggja mánaða skil. Eftir að ég fékk leiðréttingarskýrslu í hendurnar, nú þarf ég að taka tíma í að fara aftur yfir alla reikninga og punkta niður hvað fer á hvaða tímabil.  

Það vinnur enginn sjálfstætt á Íslandi: Við erum allir í vinnu fyrir ríkið. Með öllu því sem þeirri vinnu fylgir. Og fáum ekki krónu fyrir í laun og ekki heldur ánægjuna.  

Innskatt? Það sem maður getur talið á móti? Jújú, eitthvað svolítið, en hvorki mat né drykk eða eitthvað þaðan af sterkara. Og þá er það ekki mikils virði. En hefði maður nú fengið sér fartölvu í ár hefði það vísast eitthvað talið. Svo ég geri það fyrir næsta ár - engin spurning. :) 


Kortaleyndarmálin

Ég var búinn að gleyma postsecret þar til á laugardagskvöld þegar við WoodyAllen fórum að tala um leyndarmál. 

Þarna er endalaust hægt að gleyma sér yfir frumlegum kortum og annarra manna leyndarmálum, en þetta er sumsé heimasíða sem gengur út á það að fólk hvaðanæfa af sendir heimatilbúin og nafnlaus póstkort þar sem það greinir frá leyndarmálinu sínu.

Þetta gerir ekkert annað en að vaxa: Ég sé núna á Wikipedia að bloggsíðan hefur sópað að sér verðlaunum, í Laylow stíl, á Annual Weblog Awards og það er búið að gefa út tvær nýjar bækur með póstkortaleyndarmálum síðustu fjóra mánuði. Það er eitthvað. 

En já, snilldar síða. Maður þarf að muna að tékka á henni flesta sunnudaga.  


Aftur og nýbúinn?

Gott múv að ráða Tóta. En annars virðist þetta ekki meika sens. Ísafold var stofnuð til höfuðs Mannlífi og þau tvö geta varla co-existað til lengdar í sama húsi. Annars sýnist mér síðasta Ísafold hafa verið mun minni í blaðsíðum talið en þær fyrstu sem fylltu 200 síður. 

Einhverjir fleiri síðan sem hnutu um þennan gullmola: "Guðmundur [Arnarson] hefur starfað hjá Birtingi um langa hríð ..."

Annars síðan gaman að velta því fyrir sér hvað verður þá með eignarhlut Reynis í Ísafold. Það er eitt að eiga hlut í blaði sem maður ritstýrir, en enn annað að ritstýra blaði og eignarhlut í samkeppnisaðilanum.  


mbl.is Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað þá með göngin?

Verður þá ekki dýrara í þau fyrir okkur hin, eða þau lengur að greiðast upp, þegar allir Norðurfararnir fara Kjölinn?


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar fréttir?

Ef ég man rétt hafði hann viðurkennt í sjónvarpsviðtölum að hafa verið banamaðurinn.

mbl.is Pettersson segist í bréfi hafa myrt Palme
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með stöðumælana?

Ég lagði einu sinni fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu án þess að borga í viðeigandi stöðumæli. Þarf ekki myndavélar til að fylgjast með því líka? 


mbl.is Lögreglan hyggst setja upp eftirlitsmyndavélar til þess að fylgjast með veggjakroturum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldir kallar ekki satt

Þetta er auðvitað það sem maður á að gera ef maður verður leiður á öllu og öllum, í það minnsta frekar en að fara niður í bæ. 

Annars er það meiriháttar mínus að engin mynd skuli fylgja fréttinni. Og hvað skyldu þeir annars hafa náð að veiða sér til matar.

En klárlega þá eru þetta karlar í krapinu: Ísmaðurinn bliknar í samanburði.  


mbl.is Fullum veiðimönnum á ísjökum komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndarpistill

... hjá Ara Karlss á Deiglunni um Moggaforsíðuna fyrir þá sem vilja kynna sér þetta betur. :)

Athyglisverðar moggabloggvísanir

Komst með óeðlilegum hætti yfir Morgunblað dagsins í stigaganginum hjá mér því ég vildi sjá eftirköst forsíðunnar í gær.

Eins og búast mátti við var þetta ekki á nokkurn hátt útskýrt. En á hinn bóginn var nú á forsíðunni löng fréttaskýring um dóminn sem var á allan hátt meira í anda þess sem maður býst yfirleitt við af Morgunblaðinu, og þar kom skýrt fram að dómarnir hefðu verið að þyngjast undanfarin ár. Sem er auðvitað lykilatriði. Ekki stakt orð um þetta í Staksteinunum og leiðarinn var þessi klassíska afstaða ráðuneytis almenningsálits íslensku þjóðarinnar á dómnum. En ekkert um breytta tíma í fréttamennsku.

Allt sem frá Morgunblaðinu sjálfu kom var því eins og eftir mislukkað skemmtiatriði í byrjun árshátíðar, eða lélegan brandara í matarboði. Kynnirinn eða eiginmaðurinn segir eitthvað óljóst sem ber í bætifláka fyrir floppið án þess að minnast á það berum orðum og síðan heldur veislan áfram eins og ekkert hafi gerst. Atvikið er skrifað út, og enginn minnist framar á að neitt í þessa veruna hafi gerst. Og samt fylgdust allir með því, rétt eins og þegar Snæfellingar fóru í hrönnum að Snæfellsjökli til að taka á móti geimverum um árið.  

Það forvitnilegasta voru hins moggabloggin sem birt voru á Staksteinasíðunni. Þar birtast þrjú blogg í kjölfarið á forsíðunni sem endurspegla nú varla hinn almenna tón í bloggheimum, þó að vísu birtist ákall Hrafns Jökulssonar þar. Hin tvö eru:

1) Blogg Péturs Magnússonar, og reyndar einmitt sá bútur þar sem hann dregur í efa að hæstvirtur Morgunblaðsritstjóri hafi yfirhöfuð verið hafður með í ráðum um forsíðuna.

2) Blogg ykkar einlægs síðan í gær, og reyndar búið að breyta fyrirsögninni í "DV-fílingur".

Hver skyldi hafa valið þessi blogg og er verið að segja eitthvað með því?

En auðvitað ætti maður ekki að vera að draga ályktanir í blindni af þessum toga - kannski fannst þeim hatturinn minn bara svona flottur. ;) 

 


Dottinn út

Ég bloggaði um þessa frétt fyrr í dag og sést svo ekki lengur inni. Hélt að allir sem blogguðu um frétt héldust inni áfram - en það er þá greinilega ekki.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband