Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
8.5.2007 | 13:16
Forvitnilegar yfirlýsingar Jóns HB
Þær hafa ekki rúllað í öðrum fjölmiðlum í dag þær forvitnilegu upplýsingar sem Jón HB Snorrason lét frá sér í viðtali við Sigríði Hagalín Björnsdóttir á RÚV í kvöldfréttatímanum í gær, en þar var rætt um Roma sígaunana sem "þáðu vinsamlegt boð yfirvalda" um að fara úr landi.
"SHB: Jón segir að svo virðist sem að glæpaklíkur flytji fólkið inn frá Rúmeníu.
JHBS: Við höfum upplýsingar um það frá Noregi og Danmörku, að eftir því sem þeir hafa sannreynt í fjölda tilvika að þá virðist svo vera.
SHB: Því sé jafnvel flogið hingað inn og það fái ekki að fara aftur fyrr en það sé búið að vinna sér inn ákveðna upphæð?
JHBS: Já!"
"Svo virðist", eða með öðrum orðum engar sannanir. Og fyrir þá hvaða glæp? Það er töluvert fyrirtæki að flytja hóp fólks til landsins, og meira en aðeins fargjöldin sem þarf að greiða. Betl hefur sjaldnast þótt arðbær atvinnustarfsemi og ég á erfitt með að ímynda mér viðskiptatækifærin sem glæpahóparnir sjá þá í henni.
Í þessu samhengi verður manni hugsað til þeirra lífseigu ímyndar sem af flökkusígaunum fer víða um lönd, að þeir séu allra kvikinda þjófóttastir, nema kannski að hobbitum undanskildum. Meint vinna sem Jón þykist þá vita af hlýtur að vera fólgin í því, eða einhverri annarri ólöglegri glæpastarfsemi.
Getur það verið að íslensk yfirvöld hafi ákveðið að fjarlægja þá úr landi áður en þeir færu að stela, eins og búast mætti við af "þessu fólki"? Eða í það minnsta haft það í huga. Það væri held ég aldeilis stórfrétt, á sama tíma og Jón Magnússon dreymir um að gera innflytjendamál að kosningamáli. Í öllu falli er þessi yfirlýsing Jóns í meira lagi kryptísk og hefur ekki verið endurtekin við aðra fjölmiðla.
![]() |
Hópur Rúmena í haldi lögreglunnar á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2007 | 11:15
Topp10 listi: Blogg sem ég mun byrja að lesa aftur
... þegar kosningarnar eru búnar eða ég búinn að kjósa. Kannski.
Össur
Pétur Gunnarsson
Þórir Hrafn
Kletturinn
Heiti Potturinn
Jóhann Alfreð
Reisubók Lárusar
Arnljótur Bjarki
Þorsteinn Davíðs
Reyndar eru þetta bara níu blogg. En topp tíu listi skal það nú samt heita.
Og hvern ætla ég að kjósa?
Jú, ég hugsa ég styðji Monty; í það minnsta sem kött dagsins og hugsanlega alla leið. :)
7.5.2007 | 10:49
Tækifæri fyrir Framsókn?
![]() |
París Hilton: Óréttmæt og miskunnarlaus refsing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2007 | 10:44
Apple springur?
Það er góð afþreying að horfa á Apple-auglýsingarnar. Sjálfsagt einhver best heppnaða auglýsingaherferð sem ég man eftir.
Svo fann ég þennan Sketch með David Letterman, þar sem hann útskýrir af hverju hann vill ekki tölvu.
Sumsé: Ekki treysta auglýsingum?
7.5.2007 | 10:04
Íhaldsbubbles
Af hverju er Íhaldið að búa til Bubbles fyrir kosningarnar fyrir aðra til að spila? Það er til fullt af sniðugum tölvuleikjum, og það er í mesta lagi 1% þeirra sem er jafnheilaskemmandi og Bubbles.
Af öllum vinsælustu leikjunum á leikjaneti er enginn sem gerir jafnlitlar kröfur til spilarans. Þó hann sé mikið spilaður er það áreiðanlega af stöðnuðustu og ókreatívustu netnotendum sem fyrirfinnast þarna úti, sem hafa ekkert betra að gera og hafa ekki einu sinni döngun í sér til að finna almennilegan tölvuleik.
Eða bara annan tölvuleik.
Þess utan er þetta leikur fyrir Framsóknarflokkinn: Þú þarft ekki að geta neitt eða kunna neitt, eftir 1-2 skipti geturðu spilað hann endalaust og þú tapar aldrei.
Væru blöðrur ekki meira viðeigandi fyrir kosningar? Í það minnsta er alltaf nóg til af þeim.
Viðbót: Í kjölfarið á þessum pælingum var mér bent á leikinn Blob Wars. Og það er alveg hárrétt að hann á vel við í kosningum, enda um eins konar atkvæða- eða hausaveiðar að ræða, samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 18:33
Webbinn á Sunnudegi
4.5.2007 | 17:47
lyklakippan

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 15:27
Köttur dagsins bjargar sér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 12:59
Krónikan óseld?
Þetta er býsna forvitnilegt blogg hjá Davíði Loga, sem segir að kaupin á Krónikunni hafi að einhverju og jafnvel öllu leyti gengið til baka úr því starfsmennirnir fylgdu hjónakornunum ekki yfir á DV.
Hvað gerðist eiginlega nákvæmlega þarna. Væri ekki tilvalið að tímarit eins og Mannlíf eða einhver annar fjölmiðill í eigu Baugs færi svolítið í saumana á þessum viðskiptum.
Annars held ég það hafi aldrei verið neinar upphæðir í þessum kaupum, enda Krónikan ekki orðin mikilsvirði, þó hún hefði reyndar getað orðið það með lengri tíma og fleiri áskriftum. Áskriftarblöð þarf trúlega alltaf að reka með tapi í drjúgan tíma frá stofnun þeirra meðan áskrifendahópurinn byggist upp.
Sennilega hefur eitthvað verið greitt af láninu - en einhverra hluta vegna var ekki stofnað hlutafélag um útgáfu Krónikunnar, heldur stofnendunum veitt lán til að standa straum af útgáfunni. Ég átta mig ekki alveg á því hvaða kosti það á að hafa haft fyrir blaðið, en sjálfsagt er þetta þá minni áhætta fyrir þá Björgólfsfeðga.
Síðan var þetta sjálfsagt að verulegu leyti einfaldlega samkomulag um það að dauði Krónikunnar hefði virðulegan blæ og andliti útgefandanna yrði bjargað - þ.e. að dauði Krónikunnar yrði ekki kynntur sem dauði Krónikunnar.
Mér hafði hins vegar aldrei dottið í hug að "kaupin" væru samkomulag um að Krónikufólkið ætti að fara yfir til DV. Minnir svolítið á veröld atvinnumanna í íþróttum, ekki satt.
Síðustu tvö tölublöð Krónikunnar eru reyndar enn fáanleg í helstu matvöruverslunum sýnist mér.
4.5.2007 | 11:55
Og svo köttur dagsins
Þessi virðist koma beint frá helvíti. En hann er reyndar ekki fyndinn. Það er frekar að manni líði hálfilla við að horfa á hann.
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar