4.5.2007 | 17:47
lyklakippan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 15:27
Köttur dagsins bjargar sér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 12:59
Krónikan óseld?
Þetta er býsna forvitnilegt blogg hjá Davíði Loga, sem segir að kaupin á Krónikunni hafi að einhverju og jafnvel öllu leyti gengið til baka úr því starfsmennirnir fylgdu hjónakornunum ekki yfir á DV.
Hvað gerðist eiginlega nákvæmlega þarna. Væri ekki tilvalið að tímarit eins og Mannlíf eða einhver annar fjölmiðill í eigu Baugs færi svolítið í saumana á þessum viðskiptum.
Annars held ég það hafi aldrei verið neinar upphæðir í þessum kaupum, enda Krónikan ekki orðin mikilsvirði, þó hún hefði reyndar getað orðið það með lengri tíma og fleiri áskriftum. Áskriftarblöð þarf trúlega alltaf að reka með tapi í drjúgan tíma frá stofnun þeirra meðan áskrifendahópurinn byggist upp.
Sennilega hefur eitthvað verið greitt af láninu - en einhverra hluta vegna var ekki stofnað hlutafélag um útgáfu Krónikunnar, heldur stofnendunum veitt lán til að standa straum af útgáfunni. Ég átta mig ekki alveg á því hvaða kosti það á að hafa haft fyrir blaðið, en sjálfsagt er þetta þá minni áhætta fyrir þá Björgólfsfeðga.
Síðan var þetta sjálfsagt að verulegu leyti einfaldlega samkomulag um það að dauði Krónikunnar hefði virðulegan blæ og andliti útgefandanna yrði bjargað - þ.e. að dauði Krónikunnar yrði ekki kynntur sem dauði Krónikunnar.
Mér hafði hins vegar aldrei dottið í hug að "kaupin" væru samkomulag um að Krónikufólkið ætti að fara yfir til DV. Minnir svolítið á veröld atvinnumanna í íþróttum, ekki satt.
Síðustu tvö tölublöð Krónikunnar eru reyndar enn fáanleg í helstu matvöruverslunum sýnist mér.
4.5.2007 | 11:55
Og svo köttur dagsins
Þessi virðist koma beint frá helvíti. En hann er reyndar ekki fyndinn. Það er frekar að manni líði hálfilla við að horfa á hann.
4.5.2007 | 11:49
Meiri fóstbræður
Svo maður haldi nú áfram með Fóstbræður þá er hérna viðtal við nýbúann Filippus Braga Brohvny. Tekið er fram að ég afneita allri ábyrgð af hugrenningatengslum við mál úr dægurmálaumræðu nú-sins - einkum í síðari hluta viðtalsins.
3.5.2007 | 15:34
Fréttaskýring - tilurð Baugsmálsin
Vissulega eru mennirnir sekir. En mér finnst enn tilurð málsins vera alvarlegra umhugsunarefni en fjámálamisferli sem vissulega hefur átt sér stað.
Mér finnst það of einföld skýring að Davíð hafi fyrirskipað þetta - eða einhver honum við hlið.
Efsta lagið í gamla kolkrabbasamfélaginu var, sjáiði til, svona eins og lítið byggðalag úti á landi. Á stað þar sem allir þekkja alla, og allir hugsa, þannig séð, eins í meginatriðum um ákveðna hluti.
Svo þegar kvótinn einn góðan veðurdag er farinn, þá er það ekki bara fiskverkafólkið og sjómennirnir og sveitastjórnarmennirnir sem líður ekki vel með það og uggir um framtíð byggðalagsins. Því þetta er lítið og samheldið byggðalag sem má ekki við þessu.
Þannig að lækninum líður líka illa með, skólastjóranum líður líka illa með það, prestinum líður líka illa með það - og lögreglustjóranum líður líka illa með það. Og það er ekki aðalatriðið í því sambandi hvort hann er sonur ritstjórans.
Í öðrum fréttum er það helst að fimm sóttu um stöðu ríkissaksóknara, þeirra á meðal Jón H.B. Snorrason.
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2007 | 13:17
Gamli maðurinn
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að því að kaupa íbúð fyrir sig og sína.
Ójá, það er komið mikið af gömlum fóstbræðrasketcum á netið.2.5.2007 | 16:52
Jón H.B. Snorrason sækir um já
... og Björn Bjarnason veitir. Skyldi verða ráðið fyrir eða eftir kosningar? Eða þá um svipað leyti og dómsniðurstaðan fæst í Baugsmálinu ...
Fimm sóttu um embætti ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 14:17
Nútíminn og fortíðin í Tyrklandi
Erdogan Tyrklandsforsætisráðherra hefur mikið verið í fréttum undanfarið út af hasarnum í kringum forsetakjörið þar í landi. Í honum kristallast undirliggjandi ólga milli veraldlegra og trúarlegra stjórnmála. En nóg um það.
Ég held það hafi ekkert komið fram í fréttum hér á landi þegar það leið yfir hann á opinberum vettvangi í október síðastliðnum. Ástæðan var talin vera sykurfall og læknar töldu hann aðeins þurfa nokkurra daga hvíld. Þetta bar upp á Ramadan og sjálfsagt hafði hann fastað eins og fleiri.
Ferðin á sjúkrahúsið var síðan töluverð uppákoma. Bílstjóranum varð það á að fara út úr bílnum með lyklana í skránni þegar hann var kominn á sjúkrahúsið, og öryggiskerfið læsti öllum dyrum. Forsætisráðherrann, sem enn var meðvitundarlaus, var því fastur inni í brynvörðum bílnum. Sem betur fer voru byggingarframkvæmdir nærri og fannst þar verklegur slaghamar sem var notaður til að brjóta skotheldar bílrúðurnar. Sem tók víst nærri tíu mínútur.
2.5.2007 | 12:34
Baráttudagur Tópasvarnarráðs
Líklega er ég í þeim hópi landsmanna, Guð má vita hvað hann er stór, sem sér lítið heilagt við verkalýðsgöngurnar 1. maí. Enda stemmning töluvert langt frá þeirri sem Laxness lýsir í sömu andránni og Ólafur Kárason fer með kvæðið maístjörnuna.Rétti upp hönd sem hefur rekist á verkamann sem reiddist yfir uppátækinu!
Sú var tíðin að þetta var dagur þeirra sem bjuggu við raunverulega fátækt og niðurlægingu. Í dag ber meira á aktivistum ýmiskonar, og sumum reyndar ærið misgáfulegum. Er verkalýðsgangan ekki orðin óttaleg afskræming og komin langt frá uppruna sínum? Við búum á tímum þar sem ekki þykir lengur athugavert að menn hæðist að forsetanum í Spaugstofunni, og flest má nota í markaðsskyni.
En sjálfsagt var það ekki athugað af Fítonsmönnum að gangan er orðið síðasta athvarf róttækra hugsjónamanna sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa illan bifur á markaðsöflum hvers konar, og ekki síst auglýsingum.
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar