Leita í fréttum mbl.is

Með viðbjóð á Amnesty?

Kunningi minn benti mér á langan svarhala sem kominn er af stað á blogginu hjá sérlegum tvífara Tarantino á Íslandi. 

Ég held ég sleppi því nú alveg að blanda mér í þessa umræðu, enda virðist hún ekki til þess fallin að skila einhverju í líkingu við vitræna niðurstöðu. Nú, téður Pétur hefur greinilega mikla skömm á frjálsum félagasamtökum vinstra megin í litrófinu og sjálfsagt má finna einhverja sem hafa ánægju af kunnáttu hans og stílfimi í fínni blæbrigðum íslensk tungumáls.

En það er síðan um miðbik svarhalans, þar sem umræðan hefur snúist um það hvað Pétur hefur gert til að berjast gegn einræðisherrum ýmsum og einhver bendir honum á Amnesty International sem Péturlætur þennan gullmola falla:

"Það sem ég hef séð af Amnestý hefur vakið viðbjóð á þeirri stofnun svo ég læt mér ekki detta í hug að koma nálægt henni."

Þessari yfirlýsingu fylgir ekki frekari skýring, en af framhaldinu má ráða að það sé af Amnesty styðst ekki við "valdbeitingu". 

Mér sýnist þessi gæji sumsé vera helvíti hress, rétt eins og Tarantino sjálfur. Hvaða skoðun skyldi hann annars hafa á Rauða krossinum?


Blogggáttin málið?

Já, mér sýnist það að Blogggáttin muni algerlega vera málið fyrir þá sem sakna Mikkavefs eins og þeir voru. :)

Ég fyrir mitt leyti hef aldrei fílað Bloggvini moggans sem uppbót fyrir gott rss-feed. Viðskeytið "vinur" hefur alltaf merkingu í mínum huga og flestir bloggararnir sem ég les á moggablogginu eru einmitt ekki vinir manns. Og það er ekki málið að fullt af liði sem þekkir mann ekki neitt sé að adda manni sem vin af því það langar að fylgjast með blogginu manns ... 


Mannlíf og Þjóðlíf, right

Ég hef undanfarna daga séð að minnsta kosti tvo meiriháttar fjölmiðlaspekúlanta slá um sig með því að líkja nýja Mannlífi við gamla Þjóðlíf. [1|2]

Og kannski ekkert nema gott um það að segja. En eftir að maður sér þennan samanburð hjá Sigurjóni hverfur ljóminn af líkingunni svolítið; hún verður jafnvel pínleg eða í það minnsta heimóttarleg. 


Íhaldið og Fréttablaðið

Á blaðsíðu 21 í Fréttablaðinu í morgun blasir við auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum með mynd af for- og varaformanni.

Þetta mun held ég vera í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur kaupir auglýsingu í Fréttablaðinu, þó ég ætli ekki að sverja fyrir það, en það hefur lengi verið ákveðið antiklimax innan flokksins gegn því að viðskipti séu stunduð við lénsveldi Baugsfeðga. Þannig keypti flokkurinn og hverfafélög hans lengi vel aðeins auglýsingar hjá Morgunblaðinu, en hverfafélögin byrjuðu þó í einhverjum mæli að kaupa hjá Blaðinu líka þegar það var komið á rekspöl, þó það væri orðað við Sigga G. 

Króniku-Valdimar benti stuttu eftir prófkjör flokksins á hvar þátttakendur hefðu auglýst á lokadeginum og þar mátti ef til vill sjá móta fyrir þessu.


Ummælin, maður

"That the Icelandic Journalists Union should award a prize to journalists specifically identified for their promotion of the 9/11 official lies, while established media in US and European media increasingly target the 9/11 truth movement,  suggests the existence of a centralized plan to use all available media to enforce the official myth on 9/11 and destroy the quest for the truth on 9/11.  It is yet to be determined whether the Icelandic Journalists' Union have been merely an unwitting accomplice in this plan or whether the choice to award these particular journalists was influenced by political considerations."

Elías Davíðsson um þá ákvörðun að Auðunn Arnórsson og Davíð Logi Sigurðsson skyldu blaðamennskuverðlaun.  Vonandi kemst hann að því fyrr en síðar nákvæmlega af hvaða orsökum Blaðamannafélagið tók upp á þessari ósvinnu sem hreinlega getur ekki staðist samkvæmt heimsmyndinni sem hann trúir á!



Að Yahoo hjálpi Kínverjum?

Egill Helgason segir á blogginu sínu í dag:

"Sagt er að netrisinn Yahoo hafi hjálpað kínversku lögreglunni við að hafa hendur í hári netnotenda sem eiga að hafa brotið lög. Talið er að um 50 þúsund netlöggur starfi í Kína. "

Það er fótur fyrir þessu, og gott betur en það, sbr þessa frétt á BBC og þessa á Times. Það gætu verið fleiri tilvik sem ekki er vitað af, en svo virðist sem Yahoo gefi kínverskum lögregluyfirvöldum að staðaldri upplýsingar þegar óskað er eftir þeim.

 


Einföld hundahagfræði um íbúðamarkað

Þeir segja að verð ráðist af framboði og eftirspurn, sem er auðvitað rétt. En hvaða verð?

Þegar íbúðir eru annars vegar er markaðsverðið sem lesa má út úr til dæmis fasteignavef Moggans eða yfirlitum fasteignamats ríkisins varla hið raunverulega verð, því það er ekki það sem þú borgar. Þetta er langtímafjárfesting, og vextir hafa verulega þýðingu á hverjum tíma, sem og önnur lánakjör. Hið raunverulega verð er eitthvað allt annað.

Hið raunverulega verð á íbúðamarkaði er gerólíkt eftir því hvort þú skoðar kaupanda eða seljanda, amk í mörgum tilvikum, og þá eftir því hve há lán menn eru að taka.

Þegar lánasprengjan varð um árið og hækkun á íbúðaverði, þe markaðsverðinu, var sem mest var hin raunverulega hækkun mun minni fyrir margan kaupandann, þar sem lánakjörin voru betri. Hann var ekki að borga meira í samræmi við hækkað verð, og jafnvel svipaða fjárhæð.

12 milljóna lán á 4,15% vöxtum er um það bil jafnhátt og 10,75 milljón króna lán á 4,95 vöxtum, séu lánin til jafnlangs tíma. Eða með öðrum orðum, 12% dýrari íbúð, fyrir sama verð?

Sem leiðir okkur að hinum faktanum: Íbúðamarkaður hefur þá sérstöðu að framboðið breytist mjög hægt, enda tekur sinn tímann að bæta við íbúðum á markaðinn. Fjöldi íbúa per fetmetra breytist mjög hægt þó verðin breytist eitthvað á markaðnum. Á flestum mörkuðum eykst framboð, en eftirspurn minnkar þegar verðið hækkar. Á fasteignamarkaði lætur nærri að bæði eftirspurn og framboð standi í stað þó breytingar verði á markaðnum - enda þurfum við öll að búa einhvers staðar þó breytingar verði á markaði. 

Þannig að svona djók breyting hefur fyrst og fremst áhrif á verðin sem eru í gangi á markaðnum. Sérstaklega skulum við hafa í huga að þessi breyting hefur fyrst og fremst áhrif fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.  Íbúðir þeirra sem þegar áttu þær hækkuðu í verði, en þeir sem ætluðu að kaupa nýja borguðu svipað eða meira.

Hækkanirnar sem urðu um árið stöfuðu að verulegu leyti af betri lánakjörum, og það má velta því fyrir sér hvort þeir sem voru að byrja stóðu í stað þegar kom að raunverulegum greiðslukjörum, eða hvort það varð de facto erfiðara að kaupa fyrstu íbúð. Ég hef svo sem ekki reiknað það út. En heildaráhrifin voru eftir sem áður þau að þeir sem þegar áttu íbúð eignuðust bunch of money, ýmist í verðmætari eign eða með hagstæðari endurfjármögnun. En þeir sem áttu eftir að kaupa íbúð græddu í raun mest lítið. Núna er sjálfsagt eitthvað svipað að fara að gerast. Það er einfaldlega verið að gefa íbúðareigendum peninga, frekar en þeim sem eru á leið í íbúðakaup.  Og hversu mikið vit er í því.

Sérstaklega þegar fyrir liggur að þeir sem eru þá að eignast meiri peninga munu sjálfsagt nota þá í neyslu, sem eykur enn á þenslu og verðbólgu, sem sjálfsagt verður hvort eð er nóg af eftir kosningar þegar öll loforðin eru efnd.

Eða nánar tiltekið: Framsóknarmenn verða einfaldlega ekkert minni bjánar þegar þeir verða örvæntingarfullir stuttu fyrir kosningar.  


mbl.is Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt - en samt

Það leikur enginn vafi á því að lögreglan er í fullum rétti að henda fólkinu út. En ég hef nú samt verulega samúð með pönkurunum í Úngdómshúsinu. 

Þarna er auðvitað um að ræða fólk sem stendur nokkuð langt frá þankaganginum í elítumenningu stjórnmálamanna hvar sem er í heiminum, og það er sjálfsagt eina ástæðan fyrir því að það er enginn vilji til að útvega þeim nýjan samastað.

Hér á landi eru borgaryfirvöld ef til vill ekki mikið skárri þegar kemur að jaðarmenningu. Tónlistarþróunarmiðstöðin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún þarf til að hafa starfsgrundvöll, og  þeir sem hafa áhuga á graffiti hafa síðustu misseri misst svæði þar sem þeir máttu spraya.

(Hér er aðsend grein á Vísi frá einstaklingi sem talar fyrir stefnubreytingu af hálfu borgaryfirvalda. Þetta er í það minnsta umhugsunarefni.)

Allar miðstöðvar, hvaða eðlis sem þær eru, sem ýta undir sköpun hljóta alltaf að geta verið af hinu góða. Við skulum ekki gleyma því að Sykurmolarnir, og Björk, eru upprunin úr pönksenu 8. áratugarins hér á Íslandi.  


mbl.is Rýming Ungdomshuset hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í Egilshöll!?!

Eru einhverjir fleiri en ég sem furða sig á því? Sjálfstæðisflokkurinn ætlar víst að láta Laugardalshöll duga, eins og venjulega.

Ég spái því að Andrési Jónssyni verði falið að sækja fólk á fundinn og Össuri verði falið að telja fundargesti.

Og þar með vaknar óhjákvæmilega spurningin hvort það skyldu mæta jafnmargir á landsfundinn og á Metallicatónleikana þarna um árið. :)


Dularfull forsíða

Forsíða Fréttablaðsins í dag er ein sú dularfyllsta sem um getur í langan tíma, um bréf sem maður fær í stuttu máli ekki að sjá neitt upp úr.

Næst fáum við líklega að sjá forsíðustórfréttir unnar upp úr óljósum staksteinameldingum eða upp úr nýjum upplýsingum sem bárust ritstjórn Morgunblaðsins sem það telur ekki eiga erindi við lesendur að svo stöddu, en fréttaefni þó.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband