Leita í fréttum mbl.is

Haganlegir Hafnfirðingar og uppskriftin að Hafnarfjarðarbrandara

Þeir eru ekki hættir hjá Hag Hafnarfjarðar að fjasa um ólöglega innflytjendur í bænum skömmu fyrir kosningar - en reyndar hafa tölurnar lækkað

Það hefur löngum þótt á Íslandi að vera hagmæltur. En hvað með Hagmældur? 

Annars fékk ég skýringu á því um daginn hvaðan talan 700 myndi hafa verið komin: Altso voru tæplega 700 manns fleira á kjörskrá í Hafnarfirði fyrir íbúakosningarnar en kusu í Alþingiskosningum fyrir fjórum árum.

Það þýðir að einhver hefur búið til gagnagrunn með þeirri kjörskrá, í honum hefur mátt sjá fjölda kjósenda og einhver hefur síðan "lagt saman 2+2" og séð í gegnum allt heila samsærið þegar hann sá í fjölmiðlum tölur um fjölda íbúa á kjörskrá og séð 700 aukalega. "Rökstuddan grun," - lét einhver frá samtökunum hafa eftir sér í fjölmiðlum. 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa 24.000 manns í Hafnarfirði. Það er slatti og nú ætla þeir hagmældu að kæra þar sem þeir þykjast (með frekar shaky tölfræðiaðferðum) sjá út að 130 manns meira, en búast hefði mátt við miðað við næstu mánuði á undan, hafi flutt til Hafnarfjarðar, en það eru þá 0,54% af heildaríbúafjölda Hafnarfjarðar. 

Rétt er að taka fram að þessi prósentutala er frá mér komin. Gaflaranum sem setti á fót tölfræðirannsóknastofu í bílskúrnum heima hjá sér virðist ekki hafa hugkvæmst að reikna hana út áður en niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmiðlum. 

En það er samt sem áður ekki ómögulegt að einhverjir hafi gagngert flutt um stundarsakir til að kjósa þó Hafnarfjörður sé lítið eitt fjölmennari en Skorradalur þar sem þessi iðja hefur lengi verið stunduð. Vandinn við að kæra kosninguna fyrir þær sakir er sá að það er ekki ólöglegt, og þó að flutningurinn sé varla fegursta birtingarmynd lýðræðisins er hann heldur ekki beinlínis ósiðlegur, nema auðvitað það komi í ljós að fólk með eina skoðun hafi einhverra hluta vegna fengið betri aðstöðu til þess en fólkið með hina skoðunina, þá væntanlega með aðstoð starfsfólks Þjóðskrárinnar. 

Það er auðvitað ekkert nýtt við lögheimilisflutninga vegna kosninga. Þeir hafa margoft verið stundaðir með skipulögðum hætti í ýmsum kosningarbaráttum, og það gæti sem hæglegast hafa átt sér stað nú - en þá er kannski rétt að velta því fyrir sér hver það var sem stundaði skipulögðustu kosningabaráttuna í firðinum.

Það grátbroslegasta við campaignið hjá Hagi Hafnarfjarðar er ekki hvað það lýsir takmarkaðri þekkingu á öllu í senn: Almennum kosningavinnubrögðum, íslenskri lögfræði, samanburðarútreikningum í tölfræði eða hreinlega lélegum almannatengslum.

Því ef að nú villtustu draumar hagmældra myndu rætast, málið yrði rannsakað og það kæmi á daginn að skipulagðir flutningar hefðu átt sér virðist nokkuð ljóst að obbi lögheimilisflutninganna væri kominn úr röðum álversstarfsmanna sem jafnframt eru utanbæjarmenn.  

Og þá værum við aldeilis komin með góðan Hafnarfjarðarbrandara, ekki satt.  


Auðkennilegur drykkjuleikur

Nýjasti drykkjuleikurinn er víst fólginn í því að allir taka upp Auðkennislykilinn sinn, kveikja, og sá sem fær lægstu töluna verður að gera svo vel að klára í botn.

Hann verður varla langlífur, enda sé ég ekki betur en þetta sé útþynnt útgáfa af eldri leik, sem ég hef reyndar ekki stundað, en heitir einfaldlega kex. 


Önnur þversögn frjálslyndra

Frjálslyndi flokkurinn býr yfir fleiri þversögnum en þeirri sem núorðið er fólgin í nafni flokksins.

Þeir neita því að vera rasistar en tala um að sýna þurfi aðgát þegar kemur að innflutningi "vinnuafls". Er það þá ekki nokkur þversögn hvað þeir tala sjálfir ógætilega, samanber til dæmis ummæli Magnúsar Þórs á opnum fundi í FS, þar sem hann spurði nemendur hvort þeir vildu fá 150.000 nýbúa til Íslands eftir nokkur ár

Það er nóg með að alið sé á rangfærslum og bábiljum um undanþágur frá EES sáttmálanum og smitsjúkdóma sem fylgi erlendum innflytjendum: Það er verið að slengja fram tölum sem eru býsna augljós þvæla, vægast sagt. 


Hermennska á Íslandi til 1550 eða þarumbil.

Maðurinn sem hefur viðbjóð á Amnesty heldur áfram að fara á kostum. Núna staðhæfir hann að allir íslenskir fullvaxnir karlmenn hafi verið hermenn í hlutastarfi fram á miðja 16. öld. ...

Jújú - vissulega er það rétt að um það leyti bannaði danakóngur almennan vopnaburð, en þetta samhengi er nýtt fyrir mér.

Um daginn sat ég og spjallaði á kaffi Vín og sá þar únglíng sem tók upp veiðihníf með sýndist mér 15 sentimetra blaði til að sýna vinkonu sinni með svarta hárið, goth sminkið og tungulokkinn. Þetta var svona sæmilega eftirminnilegt, en það er fyrst núna sem ég átta mig á því að líklega var þetta hermaður í hlutastarfi, úr því hann gengur um vopnaður.  


700 Extra-Hafnfirðingar, samsæri bæjaryfirvalda og bakhlið lýðræðisins

Það hefur loðað við allar þær kosningar sem ég hef tekið þátt hvað gagnrýnin hugsun víkur fljótt: Hið ráðvandasta og sómakærasta greindarfólk fer hvorutveggja í senn að leggja eyrun að frekar villtum kjaftasögum um andstæðinginn sem og að bera út frekar sjoppulegan áróður, eða línur, í möguleg atkvæði sem þeir þykjast geta sótt. (Að maður tali nú ekki um að skrá vini sína í flokkinn með því loforði að þeir verði skráðir út strax að loknum kosningum.)

Og jafnvel þeir sem sjá í gegnum allt heila klabbið kjósa frekar að þegja, enda ekki góð latína að slá á stemminguna hjá sínu liði.  

Það er einhvers staðar úr þessari átt sem sagan um 700 viðbótargaflara er komin. Flökkusaga innan úr kosningamiðstöð um villtar smalanir andstæðinga verður að sannleika þegar nokkrir eru búnir að halda henni fram, og einhvers staðar á toppnum trónir kosningastjóri sem fullyrðir þetta á krísufundi kvöldið fyrir kjördag til að demonísera andstæðinginn svo öllum verði ljóst að þeir verði að koma hverjum einasta álverssinna á kjörstað. Það er líklega aukaatriði hvort þeir sem halda þessu að fólki vita betur eða trúa þessu í hita leiksins, því þetta er bakhliðin á lýðræðinu sem er hampað svo mjög, og helsti gallinn við það að setja raunveruleg deilumál í kosningu. 

Við skulum hafa það í huga að þetta er ekki aðeins ásökun um smölun sem er í hæsta máta vafasöm, þó hún stangist ekki á við lög. Forystumanni samtaka sem vinnur markvisst í kosningu af þessu tagi hlýtur að vera það ljóst við hvaða dag kjörskráin er miðuð. Það virðist því um að ræða ásakanir um samsæri, sem umsjónarmenn kosninganna hafi tekið þátt í.  


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað klikkaði?

Datt einhver illa á höfuðið? Nýr penni að skrifa? Pistillinn snaraður í meiriháttar tímapressu?

Þetta hljóta í öllu falli að vera mistök hjá Webbanum, að kalla Ágúst Ólaf Ágústsson í þetta eina skiptisínu rétta nafni í pistli dagsins, en ekki Ágúst Ágúst eins og jafnan hefur verið gert.  Gleyma þeir kannski að halda upp á afmæli forsetans næst?

Aðrir hlutir hafa þó ekki breysti, og þeir eru enn að reyna að klína á hann einhverju meiriháttar kosningasvindli úr einhverju sem var sjálfsagt í öllum meginatriðum hefðbundin smölun á kjörstað.  


Nokkrir tepokar og verði ykkuraðví

Ég hafði mig loksins í það í dag að skrifa undir sáttmála um framtíð Íslands - en þó með fyrirvara, svona þannig séð. Það var eiginlega búið að vefjast slatta fyrir mér - en fékk mig í það minnsta til að hugsa. Ég var frá upphafi velviljaður, enda trúi ég ekki á álver, heldur hugmyndir (og þar með verða ekki fleiri frasar í dag. 

"Fjöldi" undirskrifta endurspeglar ekki andstöðuna við stóriðjuna, líklega af því þessi sáttmáli, þó stuttur væri, var óþarflega loðinn og kannski líka óþarflega grænn (góð blanda?). Þetta er flott hugmynd, en líklega er K.I.S.S.* boðorð númer eitt í öllum undirskriftasöfnunum af þessu tagi.

Ég á reyndar minningar af mér að safna undirskriftum fyrir eitthvað gott mál á Þjóðarbókhlöðunni, fyrir Vöku. Man ekki hvað málið var. Líklega var það ekki nógu einfalt heldur. 

------------------------- 

Annars leit ég við á Skrifstofu VG í dag og varð mér út um barmmerkið "Af hverju ekki ríkisstjórn með Zero Framsókn." Ég ætla að  ganga með það fram yfir stjórnarmyndunarviðræður. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að kjósa, eða öllu heldur hvort ég ætla að kjósa. 

Þar hitti ég annars ónefndan starfsmann flokksins sem viðurkenndi góðfúslega, enda gamall kunningi, að hafa verið á ölstofunni um síðustu helgi, í líklega um þrjár mínútur!  

-------------------------

Og Krónikan gekk svo ekki upp. Það kom kannski ekki á óvart eftir að maður sá skúbbfréttirnar um daginn. Ég hugsa að hugmyndin, sem slík, gæti vel gengið upp. En það þarf meiri tíma og meira fé - og kannski líka minni umgjörð í upphafi. Og fleiri sem eru tilbúnir til að vinna launalaust. 

Ég held líka að það sé ákveðið frelsi í því fyrir frumkvöðla á fjölmiðlamarkaði að þurfa ekki að vinna í öllu sviðsljósinu með það sem þeir eru að gera.

-------------------------

Annars voru tveir náungar sem ég man eftir frá Menntaskólaárunum, sem voru aðalnúmerin í mínum árgangi. Ég rakst á báða í dag, með um 20 mínútna millibili, eftir að hafa hvorugan séð árum saman. Mögnuð tilviljun.

------------------------- 

Og svo maður tali nú peninga, þá stressar það mig ekki mikið að framtíðarlandið eigi nóg af þeim. En það hefur komið mér á óvart hve margir eru að pæla í hvaðan þeir koma og enginn þeirra hefur orðað það sem mér finnst svo augljóst, að Andri Snær er líklega að láta drjúgan hluta af söluhagnaði Draumalandsins renna í púkkið. Ég hugsa að það gæti hæglega verið kjölfestan í þessu, en bókin hefur selst í ef ég man rétt hátt í 20.000 eintökum.  

*Keep It Simple, Stupid. 


Topp tíu listi yfir blogg sem ég les ekki

Margir gera lista yfir eftirlætisbloggin sín, og segjum að það sé á ToDo listanum hjá mér. Sjálfum datt mér í hug, þó sjálfsagt fái ég ekki miklar þakkir fyrir, að gera topp tíu lista yfir blogg sem ég veit af, en les þó ekki. Þeim er ekki raðað í neina sérstaka röð.

BetaRokk
Örvitinn
Hægrisveiflan
Pælingar SFS
Kaktus Buffsack
Jónína Benedikz
Sóley Heiminum
Björn Ingi
Trúnó
Morgunblaðið 

Ég áskil mér ennfremur fullan rétt til að bæta við þennan lista bloggum í fyllingum tímans, en kalla hann áfram Topp tíu blogga lista, enda munu sjálfsagt með tímanum rifjast upp fleiri blogg sem ég hef ekki lesið í gegnum tíðina. :) 


Bloggmálfræði fyrir byrjendur I

Maður googlar ekki sjálfan sig, heldur gúglar maður sér.

Þarf útlending til að tala um þetta?

Af hverju þarf innflytjanda til að taka þennan málstað upp nú stuttu fyrir kosningar: Hvað innheimtukerfi skattsins er snúið og ógagnsætt. Af hverju getur kvikindið ekki gefið út greiðsluseðla með eindaga sem maður sér í heimabankanum?

Svo ég grípi nú inn í miðja grein (birtist í nýjasta Grapevine), þar sem höfundur lýsir því hvernig manneskja í toppstöðu hjá Tollstjóranum byrjar á rullunni og neitar því að eitthvað sé athugavert við afgreiðslu mála:

"Then, her expression and tone of voice abruptly changed and she became confidential. She told me that it was common for people not to understand that their payments were due, especially for reassessed taxes. But the rules didn’t allow her to send bills, and she couldn’t change the rules. She implied that she was kind of fed up with such cases herself, but nothing would happen unless the public complained. She said she would appreciate it if I would appeal as far as possible up the chain of command, especially because, in this case, the reassessment had taken place because of RSK’s mistake. The first step would be to send a formal appeal to her, which, she explained, she would deny. I could then appeal to the Ministry of Finance.

I sent her the letter of appeal, which she promptly denied. In the meantime, I called up two people I know who are retired from responsible positions in government finance. Let’s call them Björn and Örn. Örn made some inquiries on my behalf. “I talked to the head guy at Tollstjórinn,” he said, “and he thought what happened to you was totally ridiculous. But he can’t do anything about it, because it would set a dangerous precedent.” Björn grilled me for a whole afternoon in his living room before satisfying himself that I really hadn’t tried to cheat on my taxes and writing up a letter of support in Icelandic."

Það eru svo margir sem hafa svipaðar sögur að segja af helvítis skattinum. Af hverju reynir ekki nokkur flokkur að skora keilur á þessu. Það er eins og þeir haldi að skatturinn sé vinsæll. ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband