Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Góður kokkteill

Jón Magnússon, Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Þór Hafsteinsson samankomnir í einn flokk. Það hlýtur að teljast nokkuð góður kokkteill. Það hlýtur eitthvað skemmtilegt að koma út úr því, sérstaklega þar sem Sverrir Hermannsson er ekki hættur enn. 


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanfari prentsmiðjusameiningar?

Það gefur nokkuð augaleið að tvær prentsmiðjur og tvö dreifikerfi meika ekkert endilega sens þegar sami blaðberi getur labbað í bæði húsin og ein prentsmiðja getur ráðið við allan dagblaðaprentmarkaðinn. 

Og þegar ekki virðist framundan frekari vöxtur í auglýsingasölu hljóta menn að fara að huga að sameiningu. 


mbl.is DV prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjölfar áróðurs gegn flokknum

Nú hafa þingmenn Framsóknarflokksins farið hamförum gegn frjálslyndum undanfarna daga - skyldi það minnka eða aukast nú.

mbl.is Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlist og grafík.is

Nei ég meinti Grafík og tónlist.is

Ég fékk mér sumsé nýverið aðgang á tónlist.is. Ég hef sittlítið af hvoru að segja um tæknilega möguleika vefjarins en það er samt aukaatriði. Þetta er fjársjóður af íslenskri tónlist.

Núna er ég að láta plötuna Sí og æ með Grafík rúlla. Minning, Þúsund sinnum segðu já, Sextán, Já ég get það, Tangó, Húsið og ég og fleira og fleira. Ég hafði ekki áttað mig á því fyrr hvað þetta band átti mikið af góðum lögum.  

Einhver með góðar uppástungur að böndum eða lögum eða plötum fyrir mig til að uppgötva næstu þrjá mánuðina? 


Ekki ég

Ég held að ég eigi max 5 kassa frá síðasta ári - en þá er eitt partí
reyndar ekki talið með. Og þetta er ekki nema um 14 kassar á mann, sem
er ekkert svo mikið. 
mbl.is Fjórar milljónir pítsukassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkahúmor á dögum Youtube

Þetta hefur áreiðanlega þótt smellið af nemendum við skólann og einhver hefur sett þetta inn til að menn gætu horfa á það. Þvílíkt og annað eins hefur nú gerst í skólum hér og þar. 

En þegar svona localismi kemst á flug breytist hann - youtube er rétt eins og bloggið að gera sitt hvað sem menn höfðu út af fyrir sig opinbert, sem hefur auðvitað líka galla.  


mbl.is Bandarískir háskólanemar reita múslímasamtök til reiði með gíslatökumyndbandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og Handfrjáls búnaður

Er þetta nokkuð vitlausara en til dæmis að heimta að ökumenn noti handfrjálsan búnað, eða þá að banna eiginkonum að nöldra í bíl.

mbl.is Vill banna notkun iPod þegar farið er yfir götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugt plögg

... að tala svona þegar allir eru að spá í því hvað verður um Galdrastrákinn.

Sjálfur hef ég verið að lesa Books of Magic frá Vertigo bókaútgáfunni undanfarið. Það er merkilegt hvað eru mikil líkindi með Harry Potter og Tim Hunter, en Galdrabækurnar eru nokkuð eldri.  


mbl.is Rowling segist syrgja Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúdentaráðskosningar: Röskva, nei takk

Það eru víst Stúdentaráðskosningar í dag. Ég er að vísu löngu hættur í HÍ, en vil þó eindregið leggjast gegn því að menn greiði Röskvu atkvæði sitt í ár. Málsatvik eru eftirfarandi:

Ágætis kunningi minn, og nú nefnir maður hvorki nöfn né hvaða fylkingu hann styður, sendi mér SMS í gær þess efnis að nú gæfi Röskva ekki sælgæti í stykkjavís heldur í kassavís í einni af byggingum sínum og hugsanlega fleirum. Ég sendi honum að sjálfsögðu SMS til baka og bað hann um að redda nokkrum kössum fyrir mig, enda mikið fyrir gourmet.

Honum leist ekki vel á það: "Þau gæfu mér eitraðan [augnsvip?] vita hver ég er." Þannig að ég, og það var síðasta SMS-ið í bili, gaf honum fyrirmæli um að ljúga því að þetta væri fyrir vin hans sem væri dyggur röskvumaður en lægi veikur heima.  

Nú, svo leið og beið eftir frímínútum og ég fékk engar frekari fréttir fyrr en viðkomandi hringdi til baka, og hafði reynt, við annan mann, að útvega mér fáeina kassa af hinu fróma sælgæti Aero bubbles.  Hann var í stuttu máli kominn með nokkra kassa í hendurnar, hafandi eftir því sem ég kemst næst gefið skýringar á við þær sem ég óskaði þegar fulltrúar Röskvu fyrir félagið í heild settu honum stólinn fyrir dyrnar og neituðu honum um kassana nema hann setti upp barmmerki Röskvu. Að sjálfsögðu hafnaði hann því og þó ég hafi nú boðið honum sitt hvað misjafnt gegnum tíðina hefði ég aldrei ætlast til þess að hann uppfyllti þetta. 

Röskva, samtök félagshyggjufólks, neituðu sumsé dyggum stuðningsmanni sem lá veikur heima um að fá fáeina kassa af sælgæti fyrir tilstuðlan góðs vinar, nema að uppfylltum algerlega óaðgengilegum skilyrðum. Þetta er lítil félagshyggja að mínu mati og einkar harðneskjulega gert og ég mælist því óvenju eindregið gegn því þetta árið að menn greiði félaginu atkvæði sitt! 


Graffiti og Reykjavíkurborg

Þetta hér er kannski forvitnileg lesning fyrir einhverja. En líklega verður seint gott kosningamál úr þessu. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband